About Salbjörg

This author has not yet filled in any details.
So far Salbjörg has created 5 blog entries.

Árdalskjöt Verðskráin 2017

Allt kjöt hvort sem það er lamb eða ær verður tekið heima af afurðastöð í ár og unnið í leigðri vottaðri vinnslu. Við viljum selja sem mest í fyrstu slátrun sem verður í vikunni 18.-23.sept. Göngur verða helgina 15.-17.sept. Því er ekki seinna vænna en að panta sér kjöt og ætlum við að hafa afslátt á kjöti sem er pantað fyrir 15.sept til að geta slátrað sem mestu í fyrstu slátrun. Við ætlum að bjóða uppá þrjár leiðir í afgreiðslu skrokka í ár sem hér segir:

Ef pantað er fyrir 15.september
Heill lambskrokkur, ferskur 7 parta sagaður, læri og hryggur vaccumpakkað 900 kr/kg
Heill lambskrokkur, ferskur og úrbeinaður eftir óskum. Allt vaccumpakkað. 1200 kr/kg
Heill eða hálfur lambskrokkur, frosinn og sagaður eftir óskum. Allt vaccumpakkað. 1200 kr/kg

Eftir 15.september
Heill lambskrokkur, ferskur 7 parta sagaður, læri og hryggur vaccumpakkað 990 kr/kg
Heill lambskrokkur, ferskur og úrbeinaður eftir óskum. Allt vaccumpakkað. 1300 kr/kg
Heill eða hálfur lambskrokkur, frosinn og sagaður eftir óskum. Allt vaccumpakkað. 1300 kr/kg

Allt lambakjöt er af nýslátruðum lömbum. Flestir skrokkar verða á bilinu 14-17kg, en við reynum að mæta öllum óskum um stærð/þyngd, fitumagn og vöðvafyllingu skrokkana. Það sem er ferskt hefur aldrei verið fryst og því ráðlagt að láta meyrna í kæli í 5-7 daga eftir slátrun áður en það er fryst. Frosið kjöt tekur lengri afgreiðslutíma því það er látið meyrna áður en það er fryst til sögunar.
Kjötið er sent í flugi með Erni til RVK (eða annarra áfangastaða) eftir samkomulagi og þarf að sækja það á flugvöllinn hjá þeim.

Vinsamlegast sendið pantanir á ardalur@ardalur.is eða í síma 846-4951.

Árdalskjöt Verðskráin 20172017-08-29T07:56:16+00:00

Smalahundur kominn á heimilið

Þessi 9 mánaða kall heitir Gosi og kom hann til reynslu í Árdal í lok september sem tilvonandi smalahundur. Hann er búinn að ná hjörtum nýju eigenda sinna og verður varanleg eign á bænum. Hann sýnir mjög mikinn áhuga á smölun, flotta smalatakta, er húsbóndahollur og kjarkaður! Hann var fenginn frá Maríusi á Hallgilsstöðum og er undan Mýlu frá Bjarnastöðum og Skorra frá Hallgilsstöðum. Við bíðum spennt eftir að komast á námskeið/einkatíma hjá Lísu vonandi fljótlega og er það aðallega til að kenna húsbændunum hvernig á að vinna með svona snillinga!

Smalahundur kominn á heimilið2015-11-26T08:57:24+00:00

Allt fé sótt heim þann 27.september

Smalað var úr öllum úthögum þann 27.september. Björgvin gekk fyrir hönd Árdals í seinni göngum sem voru bæði langar og erfiðar göngur og réttað var í myrkri. En allir komust heilir heim en talið að ekki hafi smalast mjög vel. Á sunnudeginum fór Björgvin aftur af stað fyrir hönd Árdals í Meiðavallaskóginn á meðan heimilisfólk og fleiri fóru í úthagana norður í sandi og sóttu þar geldfé, hrúta og sjúkradeildina frá því um vorið. Það var heitt en gekk ákaflega vel með vösku liði.

Í Árdal var allt fé heimt um miðjan október (100% heimtur) ef við reiknum með að annað lambið hjá veturgamalli kind sem var að bera í firsta skipti hafi farist, því hún kom heim með 45 kg gimbur og gimbrin á móti er sú eina sem skilaði sér ekki af fjalli.

Lokaniðurstöður slátrunar voru 15,1 kg, gerð 8,4 og fita 6,4. Þannig það er vinna fyrir höndum að bæta þessar tölur!

Allt fé sótt heim þann 27.september2015-11-26T08:30:17+00:00

Firsti hrúturinn keyptur frá Hafrafellstungu

Viðburðarríkur dagur á fjárbúinu Árdal þann 15.september, 79 lömbum var slátrað hjá Norðlenska og var meðalvigtin 15,5kg fita 6,5 og gerð 8,7. Þokkalegt miðað við sumar, En veturgamli hrúturinn sem var notaður kom mjög illa út miðað við að hafa fengið mjög góðar kindur! Einni hrúturinn sem var í gemlingunum. En ákveðið var strax þegar tekið var við búinu að við myndum bæta nýju blóði við hrútana. Svo fór sem horfði að frúinfór í sakleysi sínu í firstu lambaskoðunarferðina í haust og keypti sér hrút frá Hafrafellstungu undan Hlunk sem stigaðist með 86,5 stig.

Á hrútadaginn var einnig keyptur hrútur frá Sandfellshaga hjá Gunnari og Herrann á bænum keypti sér gimbur undan Hlunk í Hafrafellstungu. Í brúðkaupsgjöf fengum við einnig eina lærabombugimbur frá Bjarnastöðum, eina mórauða gimbur og eina flekkótta (31 í bak & 18 í læri) frá Hallgilsstöðum á Langanesi. Af Árdals gimbrunum voru einungis 17 settar á því það var sko vandað valið Árdalsbúið er því vel sett þetta haustið með ásetning!

Firsti hrúturinn keyptur frá Hafrafellstungu2019-09-13T15:18:06+00:00

Firstu göngur yfirstaðnar 12.-13.sept

Firsta gangna helginni er lokið og gekk mikið á á föstudeginum þar sem yfirmaður verklegra framkvæmda (Jónas) var fjarri góðu gamni. Hann slasaði sig í vinnuni og þurfti því að finna staðgengil í hvelli! En allt fór vel að lokum og gengu göngur mjög vel undir stjórn gangnaforingjans (Frúin í Árdal). Menn komu heim þreyttir og svangir eftir erfiðan dag í Garðsheiðinni miklu og þeim gefið kjötsúpa og bjór. Þeir fengu einnig frí það sem eftir lifði dags.

Á sunnudeginum voru menn svo reknir af slefblautum koddanum til að rétta og gekk það afskaplega vel með vösku liði, meira að segja tekið niður hvert einasta númer, því 80 lömbum verður slátrað strax á þriðjudaginn. Féið var rekið heim seinnipartinn á bílum hestum og gangandi.

Við hjónin í Árdal viljum þakka öllum þeim sem hjálpaðu okkur þessa helgi og fyrir samverustundina.

Kæran kveðjur.

Firstu göngur yfirstaðnar 12.-13.sept2019-09-13T15:18:06+00:00