Þessi 9 mánaða kall heitir Gosi og kom hann til reynslu í Árdal í lok september sem tilvonandi smalahundur. Hann er búinn að ná hjörtum nýju eigenda sinna og verður varanleg eign á bænum. Hann sýnir mjög mikinn áhuga á smölun, flotta smalatakta, er húsbóndahollur og kjarkaður! Hann var fenginn frá Maríusi á Hallgilsstöðum og er undan Mýlu frá Bjarnastöðum og Skorra frá Hallgilsstöðum. Við bíðum spennt eftir að komast á námskeið/einkatíma hjá Lísu vonandi fljótlega og er það aðallega til að kenna húsbændunum hvernig á að vinna með svona snillinga!