Firsta gangna helginni er lokið og gekk mikið á á föstudeginum þar sem yfirmaður verklegra framkvæmda (Jónas) var fjarri góðu gamni. Hann slasaði sig í vinnuni og þurfti því að finna staðgengil í hvelli! En allt fór vel að lokum og gengu göngur mjög vel undir stjórn gangnaforingjans (Frúin í Árdal). Menn komu heim þreyttir og svangir eftir erfiðan dag í Garðsheiðinni miklu og þeim gefið kjötsúpa og bjór. Þeir fengu einnig frí það sem eftir lifði dags.

Á sunnudeginum voru menn svo reknir af slefblautum koddanum til að rétta og gekk það afskaplega vel með vösku liði, meira að segja tekið niður hvert einasta númer, því 80 lömbum verður slátrað strax á þriðjudaginn. Féið var rekið heim seinnipartinn á bílum hestum og gangandi.

Við hjónin í Árdal viljum þakka öllum þeim sem hjálpaðu okkur þessa helgi og fyrir samverustundina.

Kæran kveðjur.