Heim2021-05-11T12:14:26+00:00

Árdalur

Árdalur er sveitabær sem staðsettur er í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjasýslu. Þar búa hjónin Salbjörg Matthíasdóttir og Jónas Þór Viðarsson með börnum sínum tveim þeim Heiðnýju og Sigursveini. Þar búa þau með um 140 vetrarfóðraðar kindur, 9 hesta og 2 hunda

Afurðir búsins eru seldar beint frá býli. Árið 2021 var reist kjötvinnsla á jörðinni sem stefnt er að taka í notkun í haust. Með komu hennar verður hægt að slátra og vinna afurðirnar allar heima og varan þar að leiðandi nýtt og unnin að fullu á jörðinni. Með því er hægt að lágmarka kolefnisspor vörunnar og mæta þörfum neytenda mun betur.

Meira

Árdalsafurðir

Við seljum lambakjöt beint frá býli úr nýju vinnslunni okkar

Umhverfisvæn framleiðsla

→ Heiðargengið af fullgrónum afrétt

→ Fullmeyrnað

 

Meira

Hvað er að frétta?

Hér færðu fréttirnar beint úr Árdal

Árdalskjöt Verðskráin 2017

Allt kjöt hvort sem það er lamb eða ær verður tekið heima af afurðastöð í ár og unnið í leigðri vottaðri vinnslu. Við viljum selja sem mest í

Smalahundur kominn á heimilið

Þessi 9 mánaða kall heitir Gosi og kom hann til reynslu í Árdal í lok september sem tilvonandi smalahundur. Hann er búinn að ná hjörtum nýju eigenda sinna og verður varanleg

Smíðaverktaka

Jónas Þór Viðarsson er faglærður smiður og tekur að sér ýmis verk

Endilega hafið samband ef ykkur vantar smið