Heim2019-11-14T22:54:54+00:00

Lífið í Árdal

Það er alltaf eitthvað í gangi

Við hjónum unum okkur vel í sveitasælunni þar sem við erum í okkar elimenti. Við Salbjörg Matthíasdóttir og Jónas Þór Viðarsson fluttum í Árdal jólin 2014 og tókum við rekstri jarðarinnar af foreldrum Salbjargar, áætlað var að taka ár í prufu. Þetta prufuár var mjög viðburðarríkt mikið gert, þar á meðal að gifta okkur þann 4. júlí 2015 í Neskirkju í Aðaldal og slóum upp í heljarinnar veilsu í hlöðunni hér í Árdal. Það tók 2 vikna vinnu að laga til að gera fínt en það var líka komin þörf á það.

Við ætlum okkur að vera hér áfram og komin með ágætis rútínu á árið til að pússla öllum starfsgreinum okkar saman. í maí er auðvitað sauðburður sem er alltaf skemmtilegur og fullt af fólki kemur að hjálpa til og sjá árstíðina þar sem allt lifnar við í sinni bestu mynd. Í júní tekur svo við plöntun í skógræktagirðinguna sunnan við bæinn sem er um 44 ha og ferðaþjónustuvertíðin hefst. Í júlí og ágúst er það svo heyskapur og ferðaþjónustuvertíðin nær hápunkti. Einnig verða hross á járnum í þessum mánuðum. Í september taka svo göngur og fjárrag við þar sem lömbin og kindurnar koma heim, ásetningur valin og kjötið verður til. Október og nóvember reiknum við svo með að fari aðallega í kjötvinnslu og afgreiðslu skrokka, jafnvel desember líka en þar eru tilhleypingar nú aðal málið. Í janúar taka svo hrossin alfarið við, tamningar á utanað komandi hrossum verður mest í janúar, febrúar, mars og apríl. Þó alltaf sé hægt að semja um eitt og eitt hross á öðrum tímum ársins.

Önnur verk eru t.d. skítmokstur bæði í maí/júní og febrúar/mars, rúningur í mars o.fl. Allir eru velkomnir og vel þegnir sem vilja taka þátt í þessum skemmtilegu verkefnum með okkur og við höfum verið einstaklega vel umkringd vinum sem rétta fram sína hjálparhönd.

Fylgist með og endilega takið þátt!

[contact-form-7 id="414" title="Newsletter Signup"]

Sveitasælan

Komiði í sveitasæluna og upplifið sveitina í sinni hráustu mynd, hver þarf ræktina þegar hann hefur sveitina!

Hvað er að frétta?

Hér færðu fréttirnar beint úr Árdal

Árdalskjöt Verðskráin 2017

Allt kjöt hvort sem það er lamb eða ær verður tekið heima af afurðastöð í ár og unnið í leigðri vottaðri vinnslu. Við viljum selja sem mest í

Smalahundur kominn á heimilið

Þessi 9 mánaða kall heitir Gosi og kom hann til reynslu í Árdal í lok september sem tilvonandi smalahundur. Hann er búinn að ná hjörtum nýju eigenda sinna og verður varanleg

Við erum á facebook

Fylgist með okkur á facebook, þar eru alltaf nýjustu færslurnar, myndir og video!