Smalað var úr öllum úthögum þann 27.september. Björgvin gekk fyrir hönd Árdals í seinni göngum sem voru bæði langar og erfiðar göngur og réttað var í myrkri. En allir komust heilir heim en talið að ekki hafi smalast mjög vel. Á sunnudeginum fór Björgvin aftur af stað fyrir hönd Árdals í Meiðavallaskóginn á meðan heimilisfólk og fleiri fóru í úthagana norður í sandi og sóttu þar geldfé, hrúta og sjúkradeildina frá því um vorið. Það var heitt en gekk ákaflega vel með vösku liði.

Í Árdal var allt fé heimt um miðjan október (100% heimtur) ef við reiknum með að annað lambið hjá veturgamalli kind sem var að bera í firsta skipti hafi farist, því hún kom heim með 45 kg gimbur og gimbrin á móti er sú eina sem skilaði sér ekki af fjalli.

Lokaniðurstöður slátrunar voru 15,1 kg, gerð 8,4 og fita 6,4. Þannig það er vinna fyrir höndum að bæta þessar tölur!