Hestar2019-09-13T15:18:05+00:00

Hestamennskan í Árdal

Bæði til altvinnu og ánægju!

Árdalshestarnir eru 6 talsins yngstu hestarnir eru fæddir 2010 og sú elsta 1996. Salbjörg hét því nú að hún myndi aldrei fara í ræktun en fór þó strax með 2 merar undir hest í sumar. Verður því líklega stunduð ræktun og sala í Árdal í litlum stíl.

Verið er að byggja upp aðstöðuna smátt og smátt. Hesthúsið á bænum var innréttað uppá nýtt í janúar og febrúar 2015 fyrir 5 hross og tók Salbjörg að sér 4 hross í tamningu og þjálfun þann veturinn, en hafði eitt pláss fyrir sinn hest. Stefnan er sú að það verði tekin aftur utanaðkomandi hross eftir áramótin 2015-2016 og á komandi árum verði utanaðkomandi hrossin tekin frá des./jan.-apríl/maí.

Salbjörg er útskrifuð bæði frá Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólanum á Hólum með BS gráðu í hestafræði. Þar sem hún lærði undirstöðuatriði í t.d. fóðurfræði, líffræði og erfðafræði búfjárs með sérhæfingu á hesta síðasta árið. Auk þess lærði hún undirstöðumenntun í reiðmennsku. First hjá Reyni Aðalsteins á Hvanneyri, bæði almenna reiðmennsku og frumtamningar. Svo á Háskólanum á Hólum sem var svipað verklegt nám og kennt er nemendum þar á firsta ári. Eftir útskrift vann hún við tamningar á Brimnesi í Skagafirði í eitt sumar og svo á Hofi á Höfðaströnd hjá Lilju Pálmadóttur í 2 ár. Þar lærði hún mest og fékk reynslu undir leiðsögn yfirþjálfarans þar Barböru Wenzl.

Nýjustu fréttir

Vertu með puttann á púlsinum

Árdalskjöt Verðskráin 2017

Allt kjöt hvort sem það er lamb eða ær verður tekið heima af afurðastöð í ár og unnið í leigðri vottaðri vinnslu. Við viljum selja sem mest í

Smalahundur kominn á heimilið

Þessi 9 mánaða kall heitir Gosi og kom hann til reynslu í Árdal í lok september sem tilvonandi smalahundur. Hann er búinn að ná hjörtum nýju eigenda sinna og verður varanleg

Hér finnst okkur nauðsynlegt að smala á hestum, það er bæði þægilegra og svo er það góð tamning fyrir hestana. Þessi mynd er tekin í réttunum 2015.

Einn 6.ára í jafnvægis æfingum og reiðtíma hjá frænku sinni.

Hér snúa hestarnir sér uppí sunnanáttina til að losna við fluguna. Á milli þess sem þeir eru notaðir til að snyrta í kringum húsið.

.

 .

 .

 .

Tamningar

Hesturinn er spegilmynd knapans, vandamál hans eru vandamál þín!

Hér í Árdal er rekin lítil tamningastöð þar sem tekin eru aðkomuhross í tamningu og tamin af Salbjörgu Matthíasdóttur. Þessi starfsemi er rétt að byrja hér í Árdal, verið er að byggja upp aðstöðuna fyrir veturinn. Búið er að útbúa smá inniaðstöðu í hlöðunni og pláss fyrir 5 hross.

Tamningastöðin er aðallega starfrækt á veturna frá áramótum fram á vor sökum annara verkefna en hægt er að reyna að semja um aðra tíma ársins ef aðstæður eru þannig. Sökum þess að Salbjörg vinnur að mestu ein og aðstaðan ekki orðin betri er ekki boðið uppá frumtamningar, en það verður reynt að hafa alltaf í boði að senda frumtamningatryppi í 1-2 mánuði á ári en það verður auglýst sérstaklega!

Veturinn 2016 er enn óráðinn. Það þarf að hafa eitthvað af heimatryppunum inni þann vetur en reiknað er með að verði allavega hægt að taka 2 hross í þjálfun/tamningu.

Verð á hross í einn mánuð er 50.000kr fyrir utan VSK og járningar. Endilega hafið samband annað hvort í síma 846-4951 eða sendið mér línu á salbjorg@ardalur.is

“Farðu hægt við folann minn,
fáum hann reynist þægur.
Hann er eins og heimurinn,
hrekkjóttur og slægur”
Hestavísa
“Litla Jörp með lipran fót,
labbar götu þvera.
Hún mun seinna’ á manna mót,
mig í söðli bera.”
Hestavísa