Kæru viðskiptavinir
Nú ætlum við að lífga þessa síðu við og reyna að setja inn fréttir allavega mánaðarlega.
Núna er haustvertíðin að byrja í sauðfjárbúskapnum og farið verður í fyrstu göngur núna komandi helgi 8-10. september. Seinni göngur verða svo strax helgina eftir og sláturdagurinn okkar verður 25. september. Við ætlum að halda áfram að bjóða uppá heila skrokka úr haustslátruninni til sölu. Það verður með sama sniði og áður en verðið hækkar uppí 1.800 kr/kg sökum hærri sláturkostnaðar. Hins vegar getið þið fengið skrokka á sama verði og í fyrra 1.500 kr/kg en þá eru allir hlutar heilir og bara læri og hryggur vaccumpakkað.
Það verður lítið magn í boði og því um að gera að vera fljót að panta. Þið getið pantað ykkar skrokk hér. Kjötið verður fullmeyrnað eins og áður, fyrstur kemur, fyrstur fær.
mbk
Salbjörg og Jónas