Viðburðarríkur dagur á fjárbúinu Árdal þann 15.september, 79 lömbum var slátrað hjá Norðlenska og var meðalvigtin 15,5kg fita 6,5 og gerð 8,7. Þokkalegt miðað við sumar, En veturgamli hrúturinn sem var notaður kom mjög illa út miðað við að hafa fengið mjög góðar kindur! Einni hrúturinn sem var í gemlingunum. En ákveðið var strax þegar tekið var við búinu að við myndum bæta nýju blóði við hrútana. Svo fór sem horfði að frúinfór í sakleysi sínu í firstu lambaskoðunarferðina í haust og keypti sér hrút frá Hafrafellstungu undan Hlunk sem stigaðist með 86,5 stig.
Á hrútadaginn var einnig keyptur hrútur frá Sandfellshaga hjá Gunnari og Herrann á bænum keypti sér gimbur undan Hlunk í Hafrafellstungu. Í brúðkaupsgjöf fengum við einnig eina lærabombugimbur frá Bjarnastöðum, eina mórauða gimbur og eina flekkótta (31 í bak & 18 í læri) frá Hallgilsstöðum á Langanesi. Af Árdals gimbrunum voru einungis 17 settar á því það var sko vandað valið Árdalsbúið er því vel sett þetta haustið með ásetning!