Lambakjöt

Frá Árdalsafurðum

Kemur af heiðargengnum lömbum sem sem ganga á fullgrónum afrétt með lynggróðri og kjarri.

Yfir 90% lambanna er lógað í september og fá að hanga/meyrna í 7 daga.

Meðalþungi skrokkanna hefur verið um 17 kg með góðri vöðvafyllingu og fitu.

Vörur í boði

Við erum hluti af

Algengar fyrirspurnir

Við reynum að mæta öllum fyrirspurna neytenda um meðhöndlun lambakjöts

Já. Allar pantanir eru vaccumpakkaðar nema súpukjötið, heilir frampartar og heil slög. En gengið er frá öllu eins snyrtilega og mögulegt er.

Algengasta sögunin á einum skrokk er:
– 2 læri heil
– 1 hryggur heill
– frampartur sagaður í sneiðar og súpukjöt
– slög heil, sleppt eða í súpukjöt

Já kjötið er sent með Flytjanda.

Já við reynum að uppfylla slíkar óskir en að sjálfsögðu er misjafnlega mikið af hverjum kjötsmatsflokk milli ára en með markvissri ræktun reynum við að hafa flesta í U eða E en eins og er eru þeir flestir í R og U. Fyrstur kemur fyrstur fær.

Já auðvitað við tökum glöð við öllum fyrirspurnum og bætum þá bara í verðskránna

Já en það fer eftir hvað fæðist af gimbrum milli ára. Ef það er til þá mætum við þeirri ósk.
Nei ekki þegar þær eru í fullu reyfi. Okkar kindur eru í fullu reyfi frammí mars þegar þær ganga við opið. En geta að sjálfsögðu farið inn þegar þær vilja og við hýsum þær í verstu veðrunum. En í mars eru þær rúnar og þá eru þær lokaðar inni. En við opnum svo aftur fyrir þær út ef vorið er gott.