­

Lambakjöt

Gerir sterka Íslendinga sterkari

Árdalskjötið kemur af heiðargengnum lömbum sem flestum er lógað strax og þau koma af fjalli. Þau ganga í mjög grófu mólendi þar sem vatn getur verið vandfundið. Þau eru því ekki mjög væn en Keldhverfski lyngimórinn gefur kjötinu einstakt bragð. Meðalþungi skrokkanna hefur verið rúmlega 15 kg með góðri vöðvafyllingu og lítilli fitu.

Árið 2017 voru mörkuð 189 lömb og verða því u.þ.b. 140 lömb til slátrunar sem verða seld beint frá bónda til neytanda.

[contact-form-7 404 "Not Found"]

Nýjustu fréttir

Vertu með puttann á púlsinum

Árdalskjöt Verðskráin 2017

Allt kjöt hvort sem það er lamb eða ær verður tekið heima af afurðastöð í ár og unnið í leigðri vottaðri vinnslu. Við viljum selja sem mest í

Smalahundur kominn á heimilið

Þessi 9 mánaða kall heitir Gosi og kom hann til reynslu í Árdal í lok september sem tilvonandi smalahundur. Hann er búinn að ná hjörtum nýju eigenda sinna og verður varanleg

Allt fé sótt heim þann 27.september

Smalað var úr öllum úthögum þann 27.september. Björgvin gekk fyrir hönd Árdals í seinni göngum sem voru bæði langar og erfiðar göngur og réttað var í myrkri. En

Firsti hrúturinn keyptur frá Hafrafellstungu

Viðburðarríkur dagur á fjárbúinu Árdal þann 15.september, 79 lömbum var slátrað hjá Norðlenska og var meðalvigtin 15,5kg fita 6,5 og gerð 8,7. Þokkalegt miðað við sumar, En veturgamli

Firstu göngur yfirstaðnar 12.-13.sept

Firsta gangna helginni er lokið og gekk mikið á á föstudeginum þar sem yfirmaður verklegra framkvæmda (Jónas) var fjarri góðu gamni. Hann slasaði sig í vinnuni og þurfti því

Kindurnar ganga við opið á veturna til að stuðla að betra heilbrigði og hreyfingu og eru því bara rúnar einu sinni á árin.

Árdals kindur í Garðsheiði sumarið 2015

Read More

Firstu lömbin vorið 2015 svört gimbur og svarbotnóttur hrútur og eru þau því firstu lömbin OKKAR.

Read More

Algengar fyrirspurnir

Við reynum að mæta öllum fyrirspurna neytenda um meðhöndlun lambakjöts

7 parta sögun er ódýrust. Þá er lambið bútað niður í:
– 2 læri heil
– 1 hryggur heill
– 2 langsum sagaðir frampartar heilir
– 2 heil slög

Já. Allar pantanir eru vaccumpakkaðar nema súpukjötið, heilir frampartar og heil slög. En gengið er frá öllu eins snyrtilega og mögulegt er.

Algengasta sögunin á einum skrokk er:
– 2 læri heil
– 1 hryggur heill
– frampartur sagaður í sneiðar og súpukjöt
– slög heil, sleppt eða í súpukjöt

Nei því miður er það ekki hægt, einungis er hægt að fá heila eða hálfa skorkka. þ.e

Hálfur:
-1 læri
-1/2 hrygg
-1/2 frampart
-1 slag

Heill
-2 læri
-1 hryggur
-1 frampart
-2 slög

Já kjötið er sent með flugi með flugfélaginu Erni frá Húsavík til Reykjavíkur eða annarra áfangastaða Ernis ef þess er óskað.
Já við reynum að uppfylla slíkar óskir en að sjálfsögðu er misjafnlega mikið af hverjum kjötsmatsflokk milli ára en með markvissri ræktun reynum við að hafa flesta í U eða E en eins og er eru þeir flestir í R og U. Fyrstur kemur fyrstur fær.
Já ef fyrirspurn kemur nógu snemma, við byrjum yfirleitt að kveikja upp mánaðarmótin okt.-nóv.
Já en það fer eftir hvað fæðist af gimbrum milli ára. Ef það er til þá mætum við þeirri ósk.
Nei ekki þegar þær eru í fullu reyfi. Okkar kindur eru í fullu reyfi frammí mars þegar þær ganga við opið. En geta að sjálfsögðu farið inn þegar þær vilja og við hýsum þær í verstu veðrunum. En í mars eru þær rúnar og þá eru þær lokaðar inni. En við opnum svo aftur fyrir þær út ef vorið er gott.
“Án dýranna væri heimurinn ómannlegri”
Stig Johannsons • Fleyg orð
“Ég hef svo mikið að gera að ég held ég verði bara að leggja mig.”
Savoyskur Málsháttur • Fleyg orð