Gisting

Þrjú kósý tveggja manna herbergi með frábæru útsýni í sveitinni.

Gistiheimilið í Árdal er á efri hæð hússins. Þar eru 3 tveggja manna herbergi, sameiginlegt baðherbergi með sturtu og lítil setustofa með DVD. Gestir hafa sér inngang að Gistirými af palli sem þeir hafa einnig fullan aðgang að ásamt grilli.
Herbergin eru öll með tveim uppábúnum rúmum. Tvö herbergi eru með eins manns rúmum og eitt með hjónarúmi. Verð á herbergi 2015 er 13.500 ISK með morgunmat sem borin er fram á neðri hæð hússins þar sem gestgjafar búa.

Hægt er að panta herbergi í gegnum e-mail og síma 846 4951 en enginn posi er á staðnum. Við erum einnig á airbnb og getið þið pantað í gegnum það  hér fyrir neðan.

[contact-form-7 id="414" title="Newsletter Signup"]

“Awesome experience”

David – August 2015 – airbnb

It was an awesome experience to stay at their lovely house. Super friendly couple and a place with amazing views. I definitely recommend it.

Herbergi 1 er hjónaherbergið og er undir súð með útsýni til norðurs. Það er nokkuð rúmgott og þar er boðið uppá að fá barnarúm eða dýnu gegn vægu gjaldi.

Panta á Airbnb

Herbergi 2 er nett og þægilegt herbergi með tveim eins manns rúmum og útsýni til norðurs.

Panta á Airbnb

Herbergi 3 er stærsta herbergið með útsýni til suðurs. Þar eru tvö eins manns rúm sem hægt er að breyta í hjónarúm. Þar eru einnig tvær þykkar dýnur svo hægt sé að bæta við þriðju manneskjunni ef óskað er eftir því en þá er herbergið á 18.500 ISK. Einnig er boðið uppá barnarúm og fleiri dýnur þar.

Panta á Airbnb
Seinast þegar ég fór í tveggja vikna sumarfrí rigndi bara tvisvar: Í fyrra skiptið rigndi í sjö daga og í seinna skiptið í viku
Brandari sumarsins
Allir brosa á sama tungumáli
Spakmæli sumarsims