Allt kjöt hvort sem það er lamb eða ær verður tekið heima af afurðastöð í ár og unnið í leigðri vottaðri vinnslu. Við viljum selja sem mest í fyrstu slátrun sem verður í vikunni 18.-23.sept. Göngur verða helgina 15.-17.sept. Því er ekki seinna vænna en að panta sér kjöt og ætlum við að hafa afslátt á kjöti sem er pantað fyrir 15.sept til að geta slátrað sem mestu í fyrstu slátrun. Við ætlum að bjóða uppá þrjár leiðir í afgreiðslu skrokka í ár sem hér segir:
Ef pantað er fyrir 15.september
Heill lambskrokkur, ferskur 7 parta sagaður, læri og hryggur vaccumpakkað 900 kr/kg
Heill lambskrokkur, ferskur og úrbeinaður eftir óskum. Allt vaccumpakkað. 1200 kr/kg
Heill eða hálfur lambskrokkur, frosinn og sagaður eftir óskum. Allt vaccumpakkað. 1200 kr/kg
Eftir 15.september
Heill lambskrokkur, ferskur 7 parta sagaður, læri og hryggur vaccumpakkað 990 kr/kg
Heill lambskrokkur, ferskur og úrbeinaður eftir óskum. Allt vaccumpakkað. 1300 kr/kg
Heill eða hálfur lambskrokkur, frosinn og sagaður eftir óskum. Allt vaccumpakkað. 1300 kr/kg
Allt lambakjöt er af nýslátruðum lömbum. Flestir skrokkar verða á bilinu 14-17kg, en við reynum að mæta öllum óskum um stærð/þyngd, fitumagn og vöðvafyllingu skrokkana. Það sem er ferskt hefur aldrei verið fryst og því ráðlagt að láta meyrna í kæli í 5-7 daga eftir slátrun áður en það er fryst. Frosið kjöt tekur lengri afgreiðslutíma því það er látið meyrna áður en það er fryst til sögunar.
Kjötið er sent í flugi með Erni til RVK (eða annarra áfangastaða) eftir samkomulagi og þarf að sækja það á flugvöllinn hjá þeim.